Rapyd logo

Þú getur aukið netsölu með Apple Pay hjá Rapyd

Nú er mögulegt að greiða með Apple Pay á nýuppfærðri Greiðslusíðu Rapyd. Apple Pay einfaldar greiðsluferli korthafa til muna og minnkar þannig líkur á því að korthafi hætti við kaup á netinu, þegar ekki þarf lengur að slá inn kortaupplýsingar og auðkenniskóða. Ávinningur kaupmanna og korthafa af þessari nýju þjónustu Valitor er því umtalsverður í formi bætts öryggis, einfaldleika og aukinna viðskipta. Erlendar rannsóknir sýna að kauplok (e. conversion rate) aukist um 15 til 20% við það að innleiða Apple Pay.

Með nýju uppfærslunni geta kaupmenn  tekið við Apple Pay á greiðslusíðu sinni, en slíkar færslur eru auðkenndar af notenda og því mjög öruggar bæði fyrir söluaðila og korthafa.

Hvernig virkar Apple Pay á greiðslusíðunni?

Þegar Apple Pay hefur verið virkjað á Greiðslusíðunni þá bætist einfaldlega við hnappur sem býður korthafa að greiða með Apple Pay viðmóti á tækinu sem hann notar. Með þessu móti getur notandinn á einfaldan hátt auðkennt sig og gengið frá greiðslu á nokkrum sekúndum.

Hvað þarf ég sem söluaðili að gera?

Ekki neitt! Rapyd hefur virkjað möguleikann á öllum sínum greiðslusíðum auk þess eru nýjar síður settar upp með Apple Pay.

Er einhver aukakostnaður við Apple Pay?

Nei, ApplePay er hefðbundin færsla og því er enginn aukakostnaður sem fellur á söluaðila við virkjun eða notkun á því.

Get ég notað Apple Pay ef ég er með greiðslugátt eða smáforrit (e. app)?

Já, en þá þarf að innleiða þá virkni sérstaklega. Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 525-2055 eða sendu okkur póst á sala@valitor.is til að fá frekari upplýsingar um næstu skref.