Stofngjald samninga á nýjar kennitölur er 4.599 kr. samkvæmt verðskrá en einnig eru önnur gjöld innheimt eftir verðskránni og eru söluaðilar hvattir til að kynna sér hana vel.
Samningar og posar eru ekki virkir né afgreiddir fyrr en samstarfssamningur hefur borist undirritaður til Rapyd og löggildum skilríkjum framvísað. Löggild skilríki eru gefin út af opinberum aðilum (vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini).
Rapyd áskilur sér rétt til að framkvæma áreiðanleikakönnun á söluaðila, raunverulegum eigendum, stjórnendum, prókúruhöfum o.fl. í samræmi við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018, áhættustefnu fyrirtækisins og reglur alþjóðlegu kortasamsteypanna.