Rapyd logo

Persónuverndar­stefna

Valitor, félag í eigu Rapyd (einnig vísað til „við, okkur, okkar, Rapyd“) er færsluhirðir og söluaðili greiðsluþjónustu sem felur í sér útgáfuvinnslu greiðslukorta og framkvæmd kortafærslna, neyslulán og nokkrar aðrar greiðsluþjónustur (einnig vísað til „starfsemi“). Sem söluaðili greiðsluþjónustu gætum við þurft að meðhöndla persónuupplýsingar í ýmsum tilgangi í tengslum við þessa starfsemi.
Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram hvernig við vinnum með og notum persónugreinanlegar upplýsingar í tengslum við starfsemi okkar. Rapyd leggur áherslu á að unnið sé með persónuupplýsingar á ábyrgan, viðeigandi og fullnægjandi hátt og að vinnslan takmarkist við það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.

1.1 Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki til persónuupplýsinga.

1.2 Hvaða persónuupplýsingar vinnum við með?

Við vinnum með ýmsar tegundir persónuupplýsinga um einstaklinga sem nýta sér þjónustu okkar. Þar með talið rafræn gögn eða upplýsingar sem við afgreiðum í tengslum við starfsemi okkar. Sem dæmi má nefna nöfn, kennitölur, heimilisföng, símanúmer, tölvupósta og aðrar samskiptaupplýsingar, allar greiðsluupplýsingar sem tengjast þjónustu okkar, þar með talið allar færslur og kortaupplýsingar og rafræn samskipti. Persónuupplýsingar geta auk þess verið gögn eða upplýsingar sem afgreiddar eru samkvæmt þínum óskum og gögn eða upplýsingar sem Rapyd er lagalega skylt að afgreiða eða hefur lögmætan hagsmuni af því að afgreiða, þar með talið upplýsingar sem fengnar eru frá þriðja aðila. Á félaginu hvílir skylda til að varðveita persónugreinanleg gögn til að uppfylla t.d. skilyrði bókhaldslaga og laga um aðgerðir gegn peningaþvætti.

1.3 Hvernig verða persónuupplýsingarnar notaðar?

Persónuupplýsingarnar verða unnar af okkur vegna þeirrar þjónustu sem við veitum, meðal annars en ekki eingöngu, til að sinna lagalegri skyldu okkar vegna viðskiptaferla, stjórnunargreiningar, bókhaldsendurskoðunar, áætlana, viðskiptaáætlana og viðskipta (m.a. samreksturs og veltu), til að takast á við lagalegar kröfur og halda uppi góðum stjórnunarháttum. Ennfremur geta persónuupplýsingar verið unnar á grundvelli lagaskyldu, t.d. hvað varðar lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eða bókhaldslög. Vinnsla persónuupplýsinga fer einnig fram á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar af því að veita góða þjónustu til notenda okkar og til markaðssetningar.

Upplýsingarnar um þjónustunotendur Rapyd geta komið beint frá einstaklingunum sjálfum eða frá þriðja aðila s.s. Credit Info, stjórnvöldum, eftirlitsaðilum, fjármálastofnunum eða öðrum samstarfsaðilum.

1.4 Afhending persónuupplýsinga

Til að geta sinnt starfsemi sinni getur Rapyd þurft að afhenda persónuupplýsingar til þriðju aðila, þar á meðal til stjórnvalda, viðskiptafélaga, innheimtuaðila, fjármálastofnana og greiðslufyrirtækja. Þessir þriðju aðilar geta verið:

  • Viðskiptafélagar og þjónustuveitendur. Við deilum upplýsingum með þjónustuveitendum sem aðstoða okkur við að veita þér þjónustu. Þessir aðilar geta verið bankar og önnur fjármálafyrirtæki, lánstraustsfyrirtæki, vefhýsingarfyrirtæki, gagnagreiningarfyrirtæki, upplýsingatæknifyrirtæki, þjónustuver og tölvupóstsþjónusta.
  • Þriðju aðilar sem þú hefur gefið leyfi til að taka við slíkum upplýsingum, t.d. ef þú leyfir þriðja aðila sem sér um tölvuþjónustu að nálgast upplýsingarnar þínar. Notkun persónuupplýsinga sem þú veitir leyfi fyrir fellur undir persónuverndarstefnu þriðja aðila.
  • Við deilum persónuupplýsingum með einingum innan Rapyd.
  • Við notum og afhendum upplýsingar sem við teljum nauðsynlegar í eftirfarandi tilgangi:
    1. samkvæmt gildandi lögum
    2. til að verja lögmæta hagsmuni okkar
    3. sem viðbrögð við fyrirskipunum frá lögreglu, dómstólum, eftirlitsstofnunum og öðrum opinberum valdhöfum sem geta verið hvort heldur sem er innlendir eða erlendir.

1.5 Varðveislutími

Við göngum úr skugga um að allar persónuupplýsingar séu aðeins varðveittar eins lengi og þörf er á miðað við tilgang þeirra og/eða þannig að varðveisla þeirra sé í samræmi við lög.

1.6 Flutningur út fyrir Evrópskra efnahagssvæðið

Við ábyrgjumst að miðla ekki persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema í samræmi við gildandi lög, s.s. á grundvelli staðlaðra samningsskilmála, samþykkis, eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd.

1.7 Réttindi samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Einstaklingar hafa rétt á því að fá upplýsingar um hvort við vinnum persónuupplýsingar um þá eða ekki. Einstaklingar eiga rétt á að fá aðgang að upplýsingunum sem eru til um þá og hvernig vinnslunni er hagað, láta leiðrétta þær og mótmæla vinnslu upplýsinga. Í sérstökum tilvikum er hægt að láta eyða upplýsingum, takmarka frekari vinnslu og flytja upplýsingarnar til þriðja aðila.

Ef einstaklingur hefur veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga getur hann hvenær sem er dregið leyfið til baka. Afturköllun leyfis hefur engin áhrif á lögmæti þess sem fram fór áður en leyfið var afturkallað.

Ef spurningar vakna er varða réttindi einstaklinga eru viðkomandi hvattur til að hafa samband við Rapyd í gegnum netfangið privacy@valitor.com. Einstaklingar hafa rétt á að senda inn kvörtun til Persónuverndar ef þeir telja að við höfum ekki fylgt ákvæðum persónuverndarlaga um meðferð á persónuupplýsingum.

1.8 Öryggi

Við viljum tryggja að allar persónuupplýsingar séu öruggar og að varðveisla þeirra sé í fullu samræmi við gildandi lög. Til að koma í veg fyrir óleyfilegan aðgang, notkun eða dreifingu gagna höfum við sett okkur upplýsingaöryggisstefnu og útbúið verkferla sem eiga að tryggja öryggi upplýsinganna sem við vinnum með.

1.9 Breytingar á þessari persónuverndarstefnu

Annað slagið gætum við þurft að uppfæra þessa persónuverndarstefnu. Í þeim tilfellum tilkynnum við slíkt á vefsíðu okkar eða með því að senda þér tilkynningu beint. Breytingar á stefnu okkar taka gildi um leið og uppfærð útgáfa hefur verið birt á vefsíðu Rapyd. Við hvetjum þig til að skoða þessa persónuverndarstefnu með reglulegu millibili til að þú getir fylgst með því hvernig við meðhöndlum og gætum þeirra persónuupplýsinga sem við söfnum saman. Áframhaldandi notkun á vefsíðunni gildir sem samþykki fyrir þessa persónuverndarstefnu og allar þær breytingar sem gerðar hafa verið.

1.10 Að biðjast undan auglýsingaskilaboðum

Þú getur hvenær sem er beðið okkur um að hætta að senda þér auglýsingaskilaboð með því að skrifa okkur á privacy@valitor.com. Þó að þú afþakkir auglýsingaskilaboð hefur það engin áhrif á þær persónuupplýsingar sem við fáum vegna starfsemi okkar.

1.11 Hafa samband við persónuverndarfulltrúa

Til að fá frekari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti á privacy@valitor.com, eða með bréfpósti á Rapyd, Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður.

Privacy Notice