3D Secure er staðfestingaraðferð frá VISA og MasterCard til að auka öryggi í netviðskiptum fyrir söluaðila og korthafa. Með því að taka upp 3D Secure geta söluaðilar dregið verulega úr áhættu á því að stolin kort séu notuð hjá þeim í netviðskiptum því korthafi þarf að staðfesta kaup með lykilorði sem berast í símanúmer sem er skráð bakvið kortið. Söluaðilar sem taka við greiðslum á kortum sem ekki eru staðfestar með 3D Secure eru ábyrg fyrir slíkum færslum ef deilt verður um réttmæti færslu. Valitor hvetur söluaðila til að kynna sér kosti 3D Secure.
Sterk auðkenning (SCA) gengur út á að tryggja öryggi bæði verslana og korthafa með því að krefjast þess að öll viðskipti með greiðslukortum séu staðfest með viðbótar auðkenningu. Greiðslur sem eru framkvæmdar á staðnum, t.d. í posa, eru auðkenndar aukalega með PIN númeri eða öðrum leiðum eins og t.d ApplePay. Netgreiðslur verða þó að vera auðkenndar með öðrum hætti og þá hafa bæði Visa & MasterCard þróað svokallaðar 3D Secure lausnir sem uppfylla kröfur um sterka auðkenningu.
Spurningar og svör
Hvað er sterk auðkenning?
Sterk auðkenning (SCA) gengur út á að tryggja öryggi bæði verslana og korthafa með því að krefjast þess að öll viðskipti með greiðslukortum séu staðfest með viðbótar auðkenningu.
Hvað er 3D secure?
3D Secure er staðfestingaraðferð frá VISA og MasterCard til að auka öryggi í netviðskiptum fyrir söluaðila og korthafa. Með því að taka upp 3D Secure geta söluaðilar dregið verulega úr áhættu á því að stolin kort séu notuð hjá þeim í netviðskiptum því korthafi þarf að staðfesta kaup með lykilorði. Söluaðilar sem taka við greiðslum á kortum sem ekki eru staðfestar með 3D Secure eru ábyrg fyrir slíkum færslum ef deilt verður um réttmæti færslu. Valitor hvetur söluaðila til að kynna sér kosti 3D Secure.
Hvernig virkja ég 3D í Greiðslusíðu eða Greiðslugátt?
Greiðslusíða og Greiðslugátt Valitor eru þegar tilbúnar fyrir stuðning fyrir 3D secure. Það þarf hins vegar að virkja lausnina. Viljir þú virkja þessa þjónustu fyrir þína greiðslulausn hjá Rapyd þá biðjum við þig að hafa samband með því að senda póst á 3d@rapyd.net og gefa upp nafn og kennitölu fyrirtækis.
Virkar 3D í Fyrirtækjagreiðslum?
Verið er að útfæra lausn í Fyrirtækjagreiðslum Valitor (sýndarnúmeraþjónusta) til að uppfylla kröfur um sterka auðkenningu og er áætlað sú lausn verði fullbúin bráðlega. Það verður tilkynnt þegar nær dregur.
Verð ég að virkja 3D secure í minni veflausn?
Við hvetjum þig að virkja 3D í þinni veflausn til að minnka áhættu á sviksamlegum færslum og einnig minnka áhættu á að útgefendur korta synji um heimild þar sem ekki er staðfest með 3D af korthafa.
Hvar finn ég tæknilýsingu á greiðslulausnum Valitor?
Tæknilýsing á veflausnum Valitor er aðgengileg á slóðinni: https://specs.valitor.is/