Það er á ábyrgð söluaðila að réttur aðili sé viðtakandi þeirrar vöru/þjónustu sem pöntuð er.
Gott er að hafa eftirfarandi gátlista við höndina
Upplýsingar um korthafa
Farið fram á eins ítarlegar upplýsingar um kaupanda og mögulegt er.
- Nafn, heimilisfang og land
- Símanúmer – taktu niður símanúmer af númerabirti ef mögulegt er
- Netfang – fáðu einkanetfang viðskiptavinar (ókeypis netföng geta verið varasöm)
- Flutningsaðili – notið viðurkenndan flutningsaðila sem krefst undirskriftar við afhendingu á vörunni eða býður upp á rekjanlega sendingu.
- Afhendingarstaður – ef um „berist til “ afhendingarstað er að ræða, skaltu fara fram á frekari upplýsingar
- IP tala – það er hægt að láta birta hvaðan IP tala kaupanda kemur og bera þær upplýsingar saman við afhendingarstað/land
Einkenni svikafærslna
- Pöntun er óvenju stór
- Keypt er fyrir óvenju háar upphæðir
- Sama varan er pöntuð aftur og aftur
- Sami viðskiptavinurinn notar mismunandi kortanúmer
- Viðskiptavinurinn biður þig um að greiða flutningskostnað og taka hann út af greiðslukorti
- Viðskiptavinurinn pantar hraðsendingu óháð því hvað það kostar
- Viðskiptavinurinn gerir margar tilraunir áður en greiðsla er samþykkt
- Viðskiptavinurinn hættir við kaup á vöru eða þjónustu/gistingu og biður þig að endurgreiða inn á reikning í stað kortsins sem hann notaði til að greiða með eða inn á annað kort
Hvað á að gera ef grunsemdir vakna?
- Berðu símanúmer sem hringt er úr (ef um símgreiðslu er að ræða) saman við nafn/heimilisfang/land afhendingarstaðar
- Ef þú ert með Greiðslusíðu Rapyd getur þú farið inn á Þjónustuvef Rapyd og lokað fyrir IP-tölur sem tengjast hugsanlegri misnotkun
- Ef þú ert með Greiðslugátt getur þú haft samband við þitt hugbúnaðarhús og fengið lausnir hjá þeim varðandi lokun á IP-tölum
Söluaðilar geta nýtt sér 3D secure öryggi í kortaviðskiptum þar sem söluaðilar geta tryggt sig fyrir því að viðskiptamaðurinn hafi auðkennt sig.