Posaleiga Rapyd byggir á traustum grunni
Posar frá Rapyd eru einfaldir í notkun og taka við snertilausum greiðslum
Í boði eru posar sem henta fyrir allan rekstur allt frá minni félagasamtökum upp í stórmarkaði. Starfsfólk Rapyd býr yfir áratuga reynslu í sölu og ráðgjöf til viðskiptavina við val á posa. Rapyd býður uppá móttöku á VISA, MasterCard og American Express greiðslukorta sem eru helstu kortin á markaðnum í dag.
Posarnir tengjast við öll helstu sölukerfi þar á meðal DK, Reglu, Salescloud, Tegra og LS Retail.
Hægt er að tengjast þeim með web og/eða cloudlink.
Með fjarþjónustu getum við tekið yfir posann, aðstoðað með tengingar og gert breytingar á hugbúnaði í tækinu fyrir söluaðila.