Rapyd logo

Kvörtun

Meðhöndlun kvartana

Rapyd hefur í samræmi við reglur nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana sett sér verklagsreglur til að tryggja að kvartanir og önnur sambærileg erindi fái skjóta, skilvirka og sanngjarna afgreiðslu.

Stefna um meðhöndlun kvartana

Móttaka allra kvartana er staðfest og upplýsingar veittar um meðhöndlun þeirra. Öllum kvörtunum skal svarað skriflega, eða með sambærilegum hætti, innan fjögurra vikna. Takist ekki að svara kvörtun innan tímamarka skal sá er kom kvörtun á framfæri upplýstur um töfina, ástæður hennar og hvenær svars sé að vænta.

Ef þú sem viðskiptavinur Rapyd vilt koma á framfæri formlegri kvörtun eða ábendingu skaltu fylla út reitina hér að neðan. Vinsamlega reyndu að lýsa málsatvikum eftir bestu getu og láttu öll gögn sem tengjast kvörtuninni fylgja.

  Þá má einnig senda okkur kvörtun eða ábendingu skriflega á heimilisfangið:

  Rapyd
  Dalshrauni 3
  220 Hafnarfjörður.

  eða hringja í þjónustuver Rapyd í síma +354 525 2000

  Sé kvörtun ekki að fullu tekin til greina hefur viðskiptavinur málskotsrétt til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, en nefndin er hýst hjá Fjármálaeftirlitinu og fjallar um ágreining viðskiptamanna við lánastofnanir.

  Viðskiptavinur getur haft samband við Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki með því að fylla út sérstakt málskotseyðublað og skila því eða senda í pósti. Sjá nánar www.fme.is/eftirlitsstarfssemi/urskurdarnefndir/

  Fjármálaeftirlitið FME
  Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
  Kalkofnsvegi 1,
  101 Reykjavík
  Sími: 569 9600
  Tölvupóstur: urskfjarm@sedlabanki.is