Með samþykki Samkeppniseftirlitsins þann 23. maí síðastliðinn og samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem nú liggur fyrir hafa allir fyrirvarar verið uppfylltir í samkomulagi Arion banka og Rapyd um kaup Rapyd á Valitor sem tilkynnt var um 1. júlí 2021.
Rapyd er alþjóðlegt fjártæknifyrirtæki sem hóf starfsemi á Íslandi árið 2020. Rapyd styður við söluaðila, hugbúnaðarfyrirtæki, og greiðsluþjónustuaðila um allan heim í því að þróa og virkja fjártækni- og greiðslulausnir.
Rapyd hyggst halda áfram að byggja upp öfluga starfsemi hér á landi og fjárfesta enn frekar á Íslandi. Fyrirhugað er að á Íslandi verði miðstöð greiðslumiðlunar samstæðunnar fyrir Evrópu. Við sameininguna verður rík áhersla lögð á að samruninn verði hnökralaus og hafi ekki áhrif á þjónustu og öryggi viðskiptavina.
Gengið verður frá kaupunum á næstu dögum.