Rapyd logo

Nauðsynlegar breytingar til að geta tekið á móti netgreiðslum frá og með 1. október 2022

Við tilkynntum í apríl 2022 um breyttar reglur um sterka sannvottun nr. 1220/2021 sem tóku gildi 1. maí 2022.

Allir söluaðilar sem eru með greiðslulausnirnar Greiðslugátt, Boðgreiðslur og Fyrirtækjagreiðslur, þurfa að skipta yfir í ValitorPay eða Greiðslusíðu Valitor fyrir 1. október 2022. Notkun eldri lausna felur í sér hættu á að færslur verði ekki samþykktar eða þeim hafnað af útgefendum frá og með 1. október 2022. Auk þess hafa kortasamtökin tilkynnt að sektir geti verði lagðar á þá söluaðila sem nota áfram eldri lausnir.  Afar mikilvægt er að brugðist sé hratt við til að tryggja að færslum verið ekki hafnað af greiðslukortaútgefendum og að til sekta komi.  Sjá nánar í skilmálum okkar grein nr. 17.13.

Söluaðilium er bent á að ráðfæra sig við þann aðila sem sér um tæknilega útfærslu á kerfi sínu til að tryggja áframhaldandi móttöku boð- og vefgreiðslna. Hér fyrir neðan eru tenglar með tæknilegri lýsingu á því hvaða ráðstafanir þarf að gera til að taka í notkun ValitorPay eða Greiðslusíðu Valitor.

Eftirfarandi er skjölun fyrir ValitorPay og ValitorPay Online Examples.

Ef greiðslulausnin ValitorPay hefur þegar verið tekin í notkun þá þarf ekki að aðhafast frekar. Ef einhverjar spurningar vakna þá hvetjum við söluaðila til að hafa samband í síma 525-2055 eða með tölvupósti á sala@valitor.is